Við tryggjum þína friðhelgi

Við sérhæfum okkur í ráðgjöf á sviði persónuverndar. Markmið SEKRETUM er að hjálpa fyrirtækjum, opinberum stofnunum og sveitarfélögum að virða friðhelgi fólks og ávinna sér þannig traust og trúverðugleika í samfélaginu. Jafnframt viljum við auka meðvitund fólks um mikilvægi persónuverndar í flóknu og tæknivæddu nútímasamfélagi.

Hjá okkur getur þú stjórnað persónuverndinni með einföldum og árangursríkum hætti, sjá nánar hér.

Fólkið

SEKRETUM er í eigu lögfræðingsins Karls Hrannars Sigurðssonar sem hefur sérhæft sig í ráðgjöf á sviði persónuverndar. Karl Hrannar hefur frá því fyrir gildistöku núgildandi persónuverndarlaga aðstoðað fjöldann allan af stofnunum, sveitarfélögum og fyrirtækjum við að uppfylla skilyrði laganna. Auk hans starfar hjá SEKRETUM Þorsteinn Guðmundsson lögfræðingur sem hefur einnig sérhæft sig í ráðgjöf á sviði persónuverndar.

Við hjá SEKRETUM leggjum mikið upp úr því að veita persónulega og vandaða þjónustu þar sem viðskiptavinurinn veit að hverju hann gengur.

Karl Hrannar Sigurðsson
Persónuverndarráðgjafi, eigandi og framkvæmdastjóri
Netfang:
karl@sekretum.is
Þorsteinn Guðmundsson
Persónuverndarráðgjafi
Netfang:
thorsteinn@sekretum.is

Þjónusta

Viðskiptavinum okkar standa þrjár þjónustuleiðir til boða.

Leið 1 – Persónuvernd í áskrift

Persónuvernd í áskrift hentar þeim sem vilja stjórna persónuverndinni með einföldum og árangursríkum hætti og hafa aðgang að sérfræðingi í leiðinni. Sjá nánar hér.

Leið 2 – Persónuverndarfulltrúi í áskrift

Persónuverndarfulltrúi í áskrift hentar þeim sem þurfa að tilnefna persónuverndarfulltrúa og vilja stjórna persónuverndinni með einföldum og árangursríkum hætti. Sjá nánar hér.

Leið 3 – Afmarkaðir verkþættir

Afmarkaðir verkþættir henta þeim sem vilja fela okkur afmörkuð verkefni, svo sem aðstoð við gerð vinnsluskráa, persónuverndarstefna, mats á áhrifum á persónuvernd, vinnslusamninga og fleira. Sjá nánar hér.

Umsagnir

Hér má sjá hvað nokkrir af viðskiptavinum SEKRETUM hafa að segja um þjónustuna okkar:


“Góð persónuleg þjónusta og framúrskarandi þekking á persónuvernd. Ég mæli með SEKRETUM ef þú vilt rata í flóknu umhverfi persónuverndarlaga.”

Jóhann Grétarsson, framkvæmdastjóri Curron

“Sérfræðingar SEKRETUM eru mjög aðgengilegir og fljótir að bregðast við þegar ég þarf svör við krefjandi spurningum um persónuvernd. Ég mæli hiklaust með þjónustu þeirra.”

Bjarki Pétursson, stofnandi / framkvæmdastjóri Zenter

“Í stóru sveitarfélagi þar sem verkefni persónuverndarfulltrúa eru mörg og umfangsmikil er gott að hafa sérfræðing innan handar sem þekkir vel til verka. Ég mæli með þjónustu SEKRETUM.”

Sigríður Vilhjálmsdóttir, lögmaður og persónuverndarfulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar