Leið 2 – Persónuverndarfulltrúi í áskrift

Persónuverndarfulltrúi í áskrift hentar þeim sem þurfa að tilnefna persónuverndarfulltrúa og vilja stjórna persónuverndinni með einföldum og árangursríkum hætti.

Þeir sem koma í persónuverndarfulltrúa í áskrift fá aðgang að kerfinu Wired Relations. Þeir velja jafnframt hversu marga tíma þeir vilja eiga inni hjá okkur í hverjum mánuði, gjarnan 10 eða 20 klst. Tímann er til dæmis hægt að nýta í kennslu á kerfið, skjalgerð, fá álit við fyrirspurnum og fleira. Undir þessari leið sinnum við einnig öðrum lögbundnum hlutverkum persónuverndarfulltrúa, svo sem gerum úttektir, önnumst samskipti við hagsmunaaðila og höldum námskeið fyrir starfsfólk.

Í persónuverndarfulltrúa í áskrift er greitt lágmarksgjald sem er annað hvort 19.900 kr. + vsk. mánaðarlega eða 190.800 kr. + vsk. fyrir fram fyrir árið. Viðskiptavinur greiðir svo einungis fyrir þá tíma sem hann nýtir hjá sérfræðingi okkar í hverjum mánuði. Verð fyrir hvern tíma er breytilegt eftir því hvað viðskiptavinur velur marga tíma en er hæst 20.900 kr. + vsk.

Fyrir frekari upplýsingar um persónuverndarfulltrúa í áskrift er hægt að senda okkur línu í gegnum netfangið sekretum@sekretum.is. Hægt er að bóka kynningu á Wired Relations með því að smella hér.