Bókun

Öll fyrirtæki og opinberir aðilar þurfa að fylgja ströngum kröfum persónuverndarlaga án tillits til um hvaða starfsemi ræðir. Allir opinberir aðilar og svo lítil sem stór fyrirtæki, svo sem bifvélaverkstæði, hárgreiðslustofur og verslanir eru dæmi um aðila sem þurfa að gæta sín að fara að lögunum. Sé lögunum ekki fylgt eftir getur Persónuvernd gripið til sektarúrræða en nýlega var Ísbúð Huppu sektuð um 5 milljónir fyrir brot gegn lögunum. Að því viðbættu geta aðilar orðið fyrir orðsporshnekkjum fyrir að fara ekki að lögunum. Það skiptir því máli að vera með persónuverndarmálin á hreinu.

SEKRETUM ehf. býður fyrirtækjum og opinberum aðilum upp á úttekt þeim að kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga. Úttektin tekur að hámarki 30 mínútur og gefst aðilum færi á að spyrja spurninga sem á þeim brennur á meðan á úttekt stendur. Að lokinni úttekt kemur í ljós hvar er aðili er staddur varðandi fylgni við lögin. 

Fyrir frekari upplýsingar eða til að panta úttekt er hægt að senda okkur línu á netfangið sekretum@sekretum.is eða bóka lausan tíma hér að neðan.

Staðfesta bókun

Sjá meðferð persónuupplýsinga