Hér birtast viðtöl sem hafa verið tekin við fólkið hjá SEKRETUM í gegnum tíðina.
Þorsteinn Guðmundsson hjá SEKRETUM í Bítinu á Bylgjunni “Íslendingar þurfa að vara sig á ólöglegum kökum”
Þorsteinn Guðmundsson hjá SEKRETUM var gestur í Bítinu á Bylgjunni. Var þar rætt um ólöglegar vefkökur sem fjölmörg íslensk fyrirtæki nota.
Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Karl Hrannar Sigurðsson hjá SEKRETUM í Bítinu á Bylgjunni “Snjalldyrabjöllur og myndavélar í Teslum”
Karl Hrannar Sigurðsson hjá SEKRETUM var gestur í Bítinu á Bylgjunni. Var meðal annars rætt hvernig snjalldyrabjöllur og myndavélar í Teslum horfa við persónuvernd.
Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Karl Hrannar Sigurðsson hjá SEKRETUM í Bítinu á Bylgjunni “Má taka mig upp án samþykis”
Karl Hrannar Sigurðsson hjá SEKRETUM ræddi persónuverndarmál í Bítinu á Bylgjunni. Var þar meðal annars rætt hvort heimilt sé að taka fólk upp án samþykkis.
Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Karl Hrannar Sigurðsson hjá SEKRETUM gestur í þættinum Harmageddon á X-inu 977 “Búkmyndavélar lögreglumanna”
Upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna hafa mikið verið til umræðu undanfarna daga. Karl Hrannar Sigurðsson hjá SEKRETUM ræddi þau mál í þættinum Harmageddon á X-inu 977.
Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.
Karl Hrannar Sigurðsson hjá SEKRETUM gestur í þættinum Harmageddon á X-inu 977 “Stjórnmálamenn og flokkar brjóta persónuverndarlög”
Karl Hrannar hjá SEKRETUM var gestur hjá þeim Frosta og Mána í þættinum Harmageddon á X-inu 977.
Ræddi Karl þar um hvernig stjórnmálaflokkar og einstaka stjórnmálamenn nota persónusnið Facebook til að sníða auglýsingar að einstaklingum og veita ekki fræðslu um þá vinnslu samkvæmt persónuverndarlögum.
Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.
Karl Hrannar Sigurðsson hjá SEKRETUM gestur í þættinum Harmageddon á X-inu 977 “Gestabækur veitingastaða“
Karl Hrannar Sigurðsson hjá SEKRETUM ritaði áhugaverða grein á visir.is þar sem umfjöllunarefni lýtur að skráningu veitingastaða á persónuupplýsingum vegna COVID-19. Einkum hefur skort á viðeigandi fræðslu og þá eru dæmi um að skráningarblöð hafi legið í anddyri veitingastaða líkt og gestabækur í fermingarveislum. Þetta tvennt er í andstöðu við persónuverndarlög.
Karl Hrannar var að auki gestur í útvarpsþættinum Harmageddon þar sem hann ræddi efni greinarinnar. Hlusta má á viðtalið hér.
Karl Hrannar Sigurðsson hjá SEKRETUM í viðtali hjá Reykjavík síðdegis “Ólöglegt eftirlit á Akranesi”
Karl Hrannar Sigurðsson hjá SEKRETUM birti áhugaverða grein á visir.is en umfjöllunarefni greinarinnar er það hvernig staðið er að eftirliti með hraðakstri á Akranesi. Hvítri bifreið af gerðinni Volkswagen Caddy er lagt hér og þar um bæinn, oftast ólöglega. Í bifreiðinni er myndavél sem tekur myndir af þeim sem aka of hratt. Hún ber ekki með sér að vera lögreglubifreið, enda ekki merkt sem slík.
Í kjölfar greinarinnar var gerð könnun í fréttamiðlinum Skagafréttir um hvort að lesendur væru sammála eða ósammála því að umferðareftirlitið sé sanngjarnt og gagnsætt. Könnunina og umfjöllunina má lesa hér.
Karl Hrannar var svo gestur í þættinum Reykjavík síðdegis en hlusta má á viðtalið hér.
Karl Hrannar Sigurðsson hjá SEKRETUM í viðtali hjá Reykjavík síðdegis – “Fékk auglýsingu frá útfararstofu eftir að hafa farið með bænirnar með símann nálægan“
Karl Hrannar Sigurðsson hjá SEKRETUM var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi um efni greinarinnar sem birtist á visir.is, hvort símarnir séu að hlusta á okkur o.fl.
Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.
Karl Hrannar Sigurðsson hjá SEKRETUM gestur í þættinum Harmageddon á X-inu 977 “Mun friðhelgi einkalífs kosta meira í framtíðinni”
Á visir.is birtist áhugaverð grein eftir persónuverndarsérfræðing SEKRETUM, Karl Hrannar Sigurðsson, þar sem hann fer yfir það hvort að friðhelgi einkalífs muni kosta meira í framtíðinni.
Greinin vísar til nýjungar sem VÍS hyggst bjóða upp á um næstu áramót. Nýjungin er fólgin í kubbi sem settur er í bíla en kubburinn hefur þann eiginleika að hægt er að fylgjast með akstri ökumanna. Með þessari nýjung gefst viðskiptavinum tækifæri á að fá hagstæðari kjör.
Greinina má lesa í heild sinni hér.
Að auki var Karl Hrannar gestur í þættinum Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu þar sem hann ræddi um komandi eftirlit VÍS með viðskiptavinum sínum og fleiri persónuverndarleg málefni.
Hlusta má á viðtalið hér.